Um okkur

Bærinn heitir Víðidalstunga og er staðsettur í Húnaþingi vestra.
Í Víðidalstungu búa síðuhafi, Sigríður Ólafsdóttir, ásamt systur sinni Hallfríði og foreldrunum Ólafi og Brynhildi.

Í Víðidalstungu er rekið sauðfjárbú með um 500 fjár. Ásamt kindunum eru á bænum 13 hross og 1 hundur. Jörðin er um 600 hektarar af vel grónu landi en þar af eru um 300 hektarar í sameign með Víðidalstungu 2.

Jörðinni fylgir upprekstrarréttur á Víðidalstunguheiði, bæði fyrir kindur og hross.

Tilgangur þessarar síðu er að koma á framfæri ýmsum staðreyndum og hugtökum um íslenskan landbúnað. Jafnframt langar mig að leitast við að veita þeim sem eru ekki svo heppnir að hafa persónulega tengingu í sveit, tækifæri til að kynnast daglegum störfum og lífi á klassísku fjölskyldubúi í meðalstærð á íslenskan mælikvarða.

Njótið vel