„Ég er bóndi, allt mitt á undir sól og regni“

Þegar blessuð sauðkindin er farin í fríið er næsta mál á dagskrá að búa til fóður handa henni fyrir næsta vetur. Fóður kinda skiptist í annars vegar gróffóður og hins vegar kjarnfóður. Kjarnfóðrið er yfirleitt búið til úr orkumiklum jurtum s.s. byggi, hveiti og fleiru af sama meiði. Stundum er það heimaaflað og stundum ekki. … Meira „Ég er bóndi, allt mitt á undir sól og regni“

Heimagangar

  Heimaalningar, eða heimagangar eins og þeir eru oftast kallaðir hjá okkur, eru lömb sem eru alin heima við yfir sumartímann, ganga semsagt ekki undir móður sinni. Ástæður fyrir því eru almennt þær sömu og fyrir því að lömb eru vanin undir aðrar kindur, semsagt ef kindin er veik og getur ekki hugsað um lömbin, … Meira Heimagangar

Fótsnyrting

Nú er heldur betur farið að verða tómlegt í fjárhúsunum og þær kindur sem enn eru inni eru þær sem síðast báru, þær sem eiga eftir að bera og þær sem eiga ekki að bera en þær síðasttöldu fara reyndar ekkert út á tún heldur beint á heiðina. Undanfarið höfum við semsagt verið að hleypa … Meira Fótsnyrting

Sauðaþjófar!

Það er ýmislegt sem gerist á sauðburði, enda hasar á öllum stöðum og margt sem þarf að gæta að. Hér verður fjallað um þjófóttar kindur, já það er til og er ekkert grín! Kindurnar okkar byrja oft að bera út í kró, semsagt við setjum þær ekki í stíu fyrr en í fyrsta lagi að … Meira Sauðaþjófar!