Áramót – tímamót

Nú er árið rétt að klárast og ýmislegt búið að gerast í lífi sauðfjárbóndans. Fengitími kom og fór og kom aftur, sauðburður hafðist af, heyskapur kláraðist, réttir gengu sinn vanagang. Þessa dagana eru hrútarnir að sinna skyldustörfum í fjárhúsunum og fyrir utan það er ekki mikið að frétta. Dráttarvélin okkar ákvað reyndar að jólafríið væri … Meira Áramót – tímamót

Fengitíminn

Þessa dagana er hið svartasta skammdegi í algleymingi, stystu dagar ársins þjóta framhjá og jólin nálgast á ógnarhraða. Jólin hafa stundum verið kölluð hátíð hrútanna og stafar það af því að í desember er komið að því að hrútarnir þurfi að vinna fyrir heyinu sínu. Þeim finnst það nú aldeilis ekki leiðinleg vinna enda snýst … Meira Fengitíminn

Uppgjörið

Nú er árið heldur betur farið að styttast í annan endann og þar með kominn tími til að gera upp árið og sjá hvernig til tókst í ræktunarstarfinu. Til að skoða það er skýrsluhaldsforritið Fjárvís brúkað og helst þessi skoðun í hendur við að þann 12. desember er skiladagur haustgagna í fjárvís. Skiladagarnir eru semsagt … Meira Uppgjörið

Næringarfræðin

Það er nú þannig að það nægir bændum ekki einungis að hugsa um næringargildi eigin fæðu heldur þurfa þeir að sinna fóðurþörfum bústofns síns að auki. Reyndar held ég að drjúgmargir bændur telji það mikilvægara að hugsa um fóðrun búfjár en bænda en það er annað mál. Liður í því að geta haft fóðrun sauðkindarinnar … Meira Næringarfræðin

Jólabókin

Nú er árið heldur betur farið að styttast í annan endann og sést það best á því að fengitíminn er á næsta leyti. Eitt af fyrstu merkjum þess að fengitíminn nálgast er útgáfa jólabókar okkar sauðfjárbænda, en það er að sjálfsögðu hrútaskráin víðfræga. Í byrjun árs lýsti ég því hvernig sæðingar fara fram, en það … Meira Jólabókin