Forðagæslan

Núna er allt okkar fé komið á  hús, enda er búið að viðra frekar illa alla vikuna og þá er nú betra að vita af fénu inni. Það er semsagt kominn hörkuvetur og heilmikið af snjó, og þá er gott að huga að inniverkum ýmiskonar. Það er ýmiskonar bókhald sem bændur þurfa að færa yfir … Meira Forðagæslan

Ullarmatið

Það er ekki alveg þannig að umsýsla ullar sé frá um leið og búið er að rýja blessaða sauðkindina, það þarf nefnilega líka að meta gæði ullarinnar sem af henni kemur og svo í framhaldinu ferja ullina til kaupanda hennar. Kaupandi ullarinnar heldur úti ullarþvottastöð á Blönduósi, en það er nauðsynlegt að þvo ullina áður … Meira Ullarmatið

Jólaklippingin

Nú er kominn sá tími sem fjárstofn landsins er almennt tekinn á hús og fær jólaklippinguna í leiðinni. Það er þó þannig með þessa inntöku, eins og annað í lífinu, að allt þarf að gerast í réttri röð. Þar sem ullin er hluti af verðmætum þeim sem sauðkindin gefur okkur þarf við meðferð á henni, … Meira Jólaklippingin

Lög og regla

Nú er fyrsti vetrardagur kominn og farinn og meira að segja er kominn nóvember, og þar með fara vetrarstörfin að taka við af hauststörfunum. Eitt af vetrarstörfunum er að taka fé á hús, en svo er nefnt þegar fénu er smalað inn í fjárhús og byrjað að gefa því hey. Hingað til hafa kindurnar nefnilega … Meira Lög og regla