Burðarhjálp

Nú er farið að síga á seinni hluta sauðburðar og óbornar ær komnar niður fyrir síðasta hundraðið. Það er búið að vera frekar rólegt á næturvöktunum hjá mér miðað við oft áður, aldrei borið fleiri en 12 á nóttu. Það hefur stundum gengið flökkusaga af bónda sem sagðist alltaf taka hrútana úr á nóttunni yfir … Meira Burðarhjálp

Sauðburður í allri sinni dýrð

Nú er sauðburður hafinn af fullum krafti. Undanfarna daga hafa borið um 20-30 kindur á sólarhring og almennt hefur burður gengið vel. Helsta vandamálið hingað til hefur verið að flekkóttu lömbin eru yfirleitt hrútkyns á meðan við vildum hafa þau gimbrar. Það er hins vegar ekkert sérlega stórt vandamál í heildarsamhenginu 🙂 Það er ýmislegt … Meira Sauðburður í allri sinni dýrð

Áburður!

Það er fleira sem þarf að huga að á vorin en að fóðra blessaða sauðkindina. Það þarf nefnilega líka að gefa túngrösunum sitt fóður svo þau nái að vaxa og dafna. Af hverju ætli bóndinn sé svo að láta sig varða hvort túngrösin verði stór eða lítil? Jú, það er af því að frá þeim … Meira Áburður!

Deiliskipulag

Fyrri hluti sauðburðar er nú formlega hafinn, en kindurnar sem voru sæddar 7-9. desember á síðasta ári byrjuðu að bera á miðvikudaginn fyrir viku. Á sauðburði er nauðsynlegt að skipuleggja hvert skúmaskot í fjárhúsunum af ítrustu nákvæmni, þar sem þá stendur jú yfir fjölföldun á fé og slík eiginfjáraukning tekur sitt aukapláss. Það fer reyndar … Meira Deiliskipulag