Gleðilegt sumar!

Í dag er sumardagurinn fyrsti og finnst mér alltaf gaman þegar hann mætir á svæðið, þó að hann sé nú ekkert endilega neitt sérstaklega sumarlegur veðurfarslega séð. Það er einhver sérstök tilfinning sem fylgir því að horfa á náttúruna vakna á vorin. Fuglasöngurinn byrjar að óma um haga, sólin kíkir fyrr yfir fjallstoppinn með hverjum … Meira Gleðilegt sumar!

Markaðsmál

Ég hef áður minnst á einstaklingsnúmer kindanna, en hver kind á sitt eigið númer eða kennitölu sem fylgir henni út ævina. Það er hins vegar ekki nóg að hver kind eigi sitt númer heldur þarf það einhvern veginn að sjást á henni, enda hæpið að ætlast til þess að kindurnar muni sitt eigið númer. Nú … Meira Markaðsmál

Skítverkin

Það á við um sauðkindina eins og ýmsar aðrar dýrategundir að fóðrið sem fer inn um framendann skilar sér að hluta til út um afturendann, þó á töluvert breyttu formi. Það fer sennilega vel á því, í ljósi þess að (líklega) mest lesna túrhestafrétt vikunnar fjallaði einmitt um þetta, að ræða aðeins um aukaafurð þá … Meira Skítverkin