Sólarfrí

Þó að það sé ýmislegt sem þarf að gera á sumrin í sveitinni þá er nú nauðsynlegt að gleyma ekki að njóta í leiðinni. Undanfarna viku hefur veðrið verið afar gott, 20 stiga hiti og sól upp á hvern dag. Þegar þannig viðrar forðast bændur að vera við innivinnu, enda er það ekki svo oft … Meira Sólarfrí

Sumarbaðið

Ekki eru nú öll störf til sveita jafn skemmtileg og eitt er það verk sem ég held að flestir bændur séu sammála um að sé ekki ofarlega á vinsældalistanum, en það er fjárhúsþrifin. Stundum þarf hins vegar að gera fleira en gott þykir og á sumrin, þegar allt féð er farið út, þarf að þrífa … Meira Sumarbaðið

Hestburður

Ekki er nú heyskap alveg lokið þegar búið er að binda heyið, því þá er nefnilega eftir að flytja það heim að fjárhúsum svo það sé tilbúið til gjafa næsta vetur. Í gamla daga var heyið bundið saman og flutt heim í böggum sem hengdir voru einn á hvora hlið á hesti. Hvor baggi var … Meira Hestburður

Tækniöldin

Í síðustu viku fjallaði ég um heyskap, en hann á sér margar hliðar. Það er nefnilega ekki nóg að fylgjast með veðurspánni og grasvextinum til að geta heyjað heldur þarf dágóðan slurk af tækjum til starfans. Heyskapur hefur alltaf verið stundaður að einhverju leyti á Íslandi, eðlilega þar sem það hefur í gegnum tíðina verið … Meira Tækniöldin