Sólarfrí

Áin

Þó að það sé ýmislegt sem þarf að gera á sumrin í sveitinni þá er nú nauðsynlegt að gleyma ekki að njóta í leiðinni.

Undanfarna viku hefur veðrið verið afar gott, 20 stiga hiti og sól upp á hvern dag. Þegar þannig viðrar forðast bændur að vera við innivinnu, enda er það ekki svo oft sem svona viðrar á Íslandinu blessuðu og þá er eins gott að nýta veðrið til að vera útivið.

Undanfarna viku erum við semsagt búin að vera að baksa í seinasta hluta fyrri heyskapar og gekk það afar vel þar sem sjaldan hefur komið jafn gott heyskaparveður á einu bretti.

Eftir að heyskap lauk erum við síðan búin að einbeita okkur að því að njóta góða veðursins, enda er það ekki hollt fyrir neinn að vera í vinnu 24/7 eins og maður segir og sérstaklega ekki þegar veðrið er svona dásamlegt.

Þegar veðrið er svona gott reyna bændur að finna sér verkefni utandyra. Til dæmis getur það verið að raka heyi í garðinum, raka restum á túninu, þvo bíla og traktora og ýmislegt sem liggur fyrir. Ég ákvað að nýta góðaveðurstækifærið til að þvo bíla heimilisins, skrúbba pallinn og raka saman því heyi sem var staðsett á vitlausum stöðum. Svo er það nú afar nauðsynlegt fyrir alla að nýta smá tíma til að liggja í leti og sóla sig í hitanum, ekki má nú sólbaðið verða útundan! Það skilaði sér reyndar í afar rauðri húð enda er það ekki endilega ákjósanlegt fyrir bleiknefja eins og mig að vera of lengi úti í svona hita en það er nú annað mál.

Það var reyndar orðin töluverð þörf á því að þvo flugur sumarsins af bílrúðunum enda eru þær leiðinlega duglegar að safnast fyrir, og hjálpa sannarlega ekki til við aksturinn. Þess vegna má segja að það sé afar nauðsynlegt að fá gott veður einhvern tímann yfir sumarið svo hægt sé að sinna slíkum verkum 🙂

Í næstu viku er spáð heldur kaldara veðri og þá verður haldið áfram af fullum krafti við að þvo fjárhúsin, svo þegar hlýnar aftur tekur girðingarvinnan við.

Alltaf nóg að gera í sveitinni 🙂

Gletta


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s