Vorið

Þó að það hafi ekki verið mikið um dagbókarfærslur á þessari síðu það sem af er ári þýðir það nú ekki að árið hafi verið tíðindalaust. Vetrarmánuðirnir hafa gengið ágætlega fyrir sig, þó ber að nefna að veðurfarslega séð var febrúar tiltölulega óþolandi mánuður sem bauð upp á hvert hvassviðrið á fætur öðru. Þeir sem … Meira Vorið

Vetrardvalinn

  Miðvetur er almennt rólegasti tíminn á sauðfjárbúum. Fengitíminn er búinn, vorið ekki alveg á næsta leyti og menn og dýr halda sig í skjóli frá veðri og vindum, nærast og hvílast eins og þeirra er von og vísa. Þó að þetta sé rólegasti tíminn á sauðfjárbúi þýðir það nú samt ekki að það sé … Meira Vetrardvalinn

Veðurfréttir

Það hefur löngum verið sagt hér á landi að helsta umræðuefni innfæddra sé veðrið. Það er enda ekki að ástæðulausu þar sem fjölbreytileika íslensks veðurfars virðast engin takmörk sett, ásamt því að veðrið hafði alveg ákaflega mikil áhrif á lífsskilyrði horfinna kynslóða sem smitast yfir í landann enn þann dag í dag. Á veturna getur … Meira Veðurfréttir

Áramót – tímamót

Nú er árið rétt að klárast og ýmislegt búið að gerast í lífi sauðfjárbóndans. Fengitími kom og fór og kom aftur, sauðburður hafðist af, heyskapur kláraðist, réttir gengu sinn vanagang. Þessa dagana eru hrútarnir að sinna skyldustörfum í fjárhúsunum og fyrir utan það er ekki mikið að frétta. Dráttarvélin okkar ákvað reyndar að jólafríið væri … Meira Áramót – tímamót

Fengitíminn

Þessa dagana er hið svartasta skammdegi í algleymingi, stystu dagar ársins þjóta framhjá og jólin nálgast á ógnarhraða. Jólin hafa stundum verið kölluð hátíð hrútanna og stafar það af því að í desember er komið að því að hrútarnir þurfi að vinna fyrir heyinu sínu. Þeim finnst það nú aldeilis ekki leiðinleg vinna enda snýst … Meira Fengitíminn

Uppgjörið

Nú er árið heldur betur farið að styttast í annan endann og þar með kominn tími til að gera upp árið og sjá hvernig til tókst í ræktunarstarfinu. Til að skoða það er skýrsluhaldsforritið Fjárvís brúkað og helst þessi skoðun í hendur við að þann 12. desember er skiladagur haustgagna í fjárvís. Skiladagarnir eru semsagt … Meira Uppgjörið

Næringarfræðin

Það er nú þannig að það nægir bændum ekki einungis að hugsa um næringargildi eigin fæðu heldur þurfa þeir að sinna fóðurþörfum bústofns síns að auki. Reyndar held ég að drjúgmargir bændur telji það mikilvægara að hugsa um fóðrun búfjár en bænda en það er annað mál. Liður í því að geta haft fóðrun sauðkindarinnar … Meira Næringarfræðin

Jólabókin

Nú er árið heldur betur farið að styttast í annan endann og sést það best á því að fengitíminn er á næsta leyti. Eitt af fyrstu merkjum þess að fengitíminn nálgast er útgáfa jólabókar okkar sauðfjárbænda, en það er að sjálfsögðu hrútaskráin víðfræga. Í byrjun árs lýsti ég því hvernig sæðingar fara fram, en það … Meira Jólabókin

Forðagæslan

Núna er allt okkar fé komið á  hús, enda er búið að viðra frekar illa alla vikuna og þá er nú betra að vita af fénu inni. Það er semsagt kominn hörkuvetur og heilmikið af snjó, og þá er gott að huga að inniverkum ýmiskonar. Það er ýmiskonar bókhald sem bændur þurfa að færa yfir … Meira Forðagæslan

Ullarmatið

Það er ekki alveg þannig að umsýsla ullar sé frá um leið og búið er að rýja blessaða sauðkindina, það þarf nefnilega líka að meta gæði ullarinnar sem af henni kemur og svo í framhaldinu ferja ullina til kaupanda hennar. Kaupandi ullarinnar heldur úti ullarþvottastöð á Blönduósi, en það er nauðsynlegt að þvo ullina áður … Meira Ullarmatið