Jólabókin

Hrútaskrá5

Nú er árið heldur betur farið að styttast í annan endann og sést það best á því að fengitíminn er á næsta leyti. Eitt af fyrstu merkjum þess að fengitíminn nálgast er útgáfa jólabókar okkar sauðfjárbænda, en það er að sjálfsögðu hrútaskráin víðfræga.

Í byrjun árs lýsti ég því hvernig sæðingar fara fram, en það er í stuttu máli þannig að tvær sæðingastöðvar eru á landinu, þar er úrval sauðfjársk karlkyns á landsvísu komið saman og þar geta bændur nálgast úrvals erfðaefni til að kynbæta sinn fjárstofn. Bændur panta sæði, kanna hvaða kindur eru tilbúnar í sæðingu og sæða þær svo ýmist sjálfir, ef þeir hafa farið á námskeið þar að lútandi, eða ráða lærðan sæðingamann í starfið.

Nánar má lesa um málið hér: Sæðingar meðal annars

Það er hins vegar ekki nóg að leita að blæsmum og sæða þær bara með einhverjum hrút, það þarf að skoða vandlega hvaða hrút er best að para saman við viðkomandi kind. Þarna kemur skýrsluhaldsforritið Fjárvís til hjálpar, en þar inni er hægt að skoða kosti og galla hverrar kindar fyrir sig.

Hrútaskráin nýtist síðan til að velja hrút fyrir viðkomandi kind. Í hrútaskránni er nefnilega að finna ýmiskonar upplýsingar um þá hrúta sem staðsettir eru á sæðingastöðvum, og hafa þeir misjafna kosti eins og gengur. Stundum er talað um að ýmsir aðilar hafi sína kosti og galla. Það er hins vegar ekki hægt að segja að einhverjir þessara hrúta hafi galla þar sem það eru misjafnir eiginleikar sem bændur leita að fyrir sína ræktun og sá hrútur sem hentar einum bónda er jafnvel gersamlega út úr kortinu hjá öðrum bónda. Þetta stafar af því að sauðfjárhjarðir eru misjafnar á milli bæja; suma bændur langar til að bæta frjósemi, aðra bændur langar til að bæta fallþunga og enn aðra langar til að bæta við litaflóru búsins.

Hrútaskrá2

Út af þessu öllu saman eru upplýsingar um þá hrúta sem eiga heima á sæðingastöðvunum afar fjölbreyttar. Í fyrsta lagi er lýsing á þeim sjálfum, í öðru lagi er lýsing á því hvernig afkomandur þeirra standa sig og í þriðja lagi er lýsing á því hvaða liti þeir gefa. Það eru reyndar ýmiskonar fleiri upplýsingar um þá blessaða en þetta er svona það helsta, að mínu mati allavega.

Hrútaskrá4

Bændur velja síðan þá hrúta sem þeir ætla að nýta til kynbóta út frá því hvernig þeirra eigin kindur eru. Þannig getur hrútur nýst til kynbóta á einum bæ þó að hann henti alls ekki á öðrum. Þær eru nefnilega svo ljómandi fjölbreyttar og skemmtilegar þessar kynbætur 🙂

Hrútaskrá3


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s