Upphafið

Nýtt ár, nýtt upphaf. Ég ætla þess vegna að hefja þessa bloggtilraun á sjálfu upphafi lífsins.

Um þetta leyti er fengitími í fjárhúsunum, en það er sá tími kallaður þegar lögð eru drög að lömbum næsta vors. Þetta orð kemur til af því að kindur eru kallaðar fengnar þegar þær eru með lambi.

Á fengitímanum er fjárhúsum nú til dags yfirleitt skipt upp í nokkur hólf eða stíur og í hverri stíu eru almennt um 20-70 kindur. Einn hrútur er síðan settur í hvert hólf og sér sá um að sinna öllum dömum þess hólfs.

Í fjárhúsunum tíðkast semsagt fjölkvæni þar sem hver hrútur hittir hóp af kindum frekar en að hann leiti sér að hinni einu sönnu. Einhverjum kann að þykja þetta skjóta skökku við en sem betur fer (finnst hrútunum að minnsta kosti) gilda ekki sömu reglur hjá mannkindinni og sauðkindinni hvað þetta varðar.

Aukinheldur þá endast þessi sambönd sauðfjárins yfirleitt ekki meira en í 2 mánuði þar sem ærnar vilja almennt ekki sjá karlkynið utan þess tíma og hrútarnir hafa, að mestu, vit á því að vera ekkert að reyna við ærnar fyrr en réttur tími ársins er mættur á svæðið.

Þetta lítur kannski út fyrir að vera frekar skringileg ráðstöfun, þ.e. að ærnar vilji ekki sjá karlkynið nema ákveðinn tíma ársins og það dimmasta tímann að auki, en í raun er þetta snilldarleg hönnun af hálfu náttúrunnar. Þar sem meðgöngutími kinda er á milli 4,5 og 5 mánuðir verður þetta nefnilega til þess að flest lömb fæðast að vori til. Það er síðan grundvallarforsenda þess að lömbin komist á legg að þau fæðist á þeim tíma sem gróður er að vakna til lífsins, sem eykur aftur líkurnar á að móðirin hafi næga fæðu til að koma upp sínum lömbum.

Í ár eru 15 hrútar í stíum hjá okkur, hver með á bilinu 25-50 kindur. Neró hinn svarti fékk að hitta heilan helling af mislitum skvísum og eigum við því von á mörgum skrautlegum lömIMG_5949.JPGbum í vor 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s