Hestöflin

Hestöfl

Nú er heldur betur farið að styttast í göngur og réttir, fyrsta smalamennska haustsins átti sér reyndar stað um síðastliðna helgi og er því ekki úr vegi að nýta pistil vikunnar í að ræða um hestöfl.

Það eru misjafnar aðferðir við að smala eftir landshlutum, eða öllu heldur eftir landslagi. Sumstaðar er smalað á hestum, sumstaðar á fjór- eða sexhjólum og sumstaðar á tveimur jafnfljótum. Sumstaðar eru síðan allar aðferðirnar nýttar í bland.

Hjá okkur nýta flestir hesta við smalamennskur, en hjólin eru nýtt inn á milli. Til að hægt sé að nýta hrossin við smalamennskur er síðan afar nauðsynlegt að þjálfa þau yfir sumartímann. Það eru enda oft ærnar vegalengdir sem eru farnar við smalamennskur, ásamt því að kindurnar blessaðar eru ekki alltaf sammála smalanum um áttir og stefnur, og geta dagsverkin því verið drjúg í þessum bransa. Þess vegna er mikilvægt að hrossin séu í góðu formi enda myndi sennilega engum detta í hug að hlaupa maraþon án þess að æfa sig fyrst og væri raunar dýraníð að ætla hrossunum slíkan starfa.

Hrossin blessuð eru síðan jafn misjöfn og þau eru mörg og hafa afar misjafna hæfileika. Sum hross virðist manni vera fædd til starfans á meðan önnur ná aldrei tilganginum með þessu smalaveseni.

Minn elskulegi faðir hefur löngum haft á orði að til að hross teljist til almennilegra hrossa verði að vera hægt að smala á þeim. Í gegnum tíðina, með kennslustundum og reiðnámskeiðum ýmiskonar, hlustaði ég ekki mikið á þetta enda hélt faðirinn því statt og stöðugt fram að honum væri slétt sama um hvort hrossið sem riðið var á væri á góðgangi eða einhverjum öðrum gangi og ég var uppfull af allskonar kenningum um hvernig hrossin ættu að vera, s.s. að það værir alveg lágmarkskrafa að þau væru vinkilhágeng og fleira þvíumlíkt.

Í seinni tíð hef ég hins vegar orðið æ meira sammála föður mínum hvað varðar það að almennileg hross séu hross sem hægt er að smala á.

Hross sem eru góð að smala eru viljug, snúningalipur, halda áfram hvenær sem þeim er sagt það og stoppa hvenær sem þeim er sagt það. Alvöru smalahross fara yfir hverskonar land s.s. mýrar og þúfur án þess að víla það fyrir sér. Einstaklega góð smalahross hlaupa eftir kindum þegar þær hlaupa í gönur og snúa við um leið og kindurnar snúa við (getur þá reynt á knapann að halda sér á baki þegar snúið er við með hraði).

Þegar hross eru orðin góð smalahross eru þau orðin mjög vel tamin og ekki nóg með það, þau eru með nægilegt hyggjuvit til að reynast knapa sínum vel við ýmsar aðstæður.
Þess vegna tel ég mig núorðið sammála föður mínum hvað þetta varðar, ef hægt er að ríða fyrir kind á hrossum eru þeim allir vegir færir.

Arna og Iðunn
Það er gott að byrja sem fyrst að þjálfa framtíðarsmalana 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s