Kjötmatið

Vigtarseðill

Haustið er uppskerutími, tíminn sem bændur upplifa ávöxt erfiðis síns. Skiptir þá ekki máli hvort bændur rækta dilka eða grænmeti, haustið er tíminn.

Þegar lömb fara í sláturhús er þeim skipað í ákveðna flokka með svokölluðu kjötmati. Kjötmatskerfið sem er unnið eftir hér á landi heitir svo EUROP-kerfi. Er skrokkum skipt niður í flokka, annars vegar eftir kjötmagni/gerð og hins vegar eftir því hversu mikil fita er utan á skrokknum. Kjötmatsflokkar eru fimm, frá E og niður í P samkvæmt nafni kerfisins, og fituflokkar eru sömuleiðis fimm frá einum og upp í fimm. E er þannig flokkurinn með mest af kjöti utan á beinunum en P er flokkurinn með minnst af kjöti. Fituflokkur 1 er svo með minnsta fitu en flokkur 5 með mest af fitu.

Verðskrár afurðastöðva taka mið af þessu þar sem að eftir því sem kjötmatið er hærra og fitumatið lægra því betra verð fæst fyrir skrokkinn. Þó verður að passa sig að fitan sé ekki orðin of lítil þar sem það getur komið niður á gæðum kjötsins. Flokkurinn E2 er þannig verðmætasti flokkurinn og jafnframt sá sem gefur besta verðið til bóndans.

Bóndinn fær síðan svokallaðan vigtarseðil sendan heim, en þar koma fram einstaklingsnúmer allra lamba sem slátrað var, hversu þungur skrokkurinn var og í hvaða flokk hann fór. Þessar upplýsingar eru sömuleiðis lesnar inn í Fjárvís, og þegar það er búið er hægt að fara að skoða hvaða hrútar og kindur voru að standa sig best hvað varðar framleiðslu á góðum lömbum.

Bændur nýta þessar upplýsingar síðan til að meta hvaða kindur eru bestar til að setja á lömb undan (setja á er semsagt að velja líflömb) og hvaða hrútar eru vænlegir til árangurs í framtíðinni. Bæði hrútar og ær fá þannig einkunn fyrir annars vegar gerð og hins vegar fitu og þar er gott að vera með háa einkunn í gerð en lága einkunn í fitu. Þessar upplýsingar eru síðan nýttar í áframhaldandi kynbótastarfi.

Kjötmatsskýrsla


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s