Jólaklippingin

Nú er kominn sá tími sem fjárstofn landsins er almennt tekinn á hús og fær jólaklippinguna í leiðinni. Það er þó þannig með þessa inntöku, eins og annað í lífinu, að allt þarf að gerast í réttri röð. Þar sem ullin er hluti af verðmætum þeim sem sauðkindin gefur okkur þarf við meðferð á henni, … Meira Jólaklippingin

Lög og regla

Nú er fyrsti vetrardagur kominn og farinn og meira að segja er kominn nóvember, og þar með fara vetrarstörfin að taka við af hauststörfunum. Eitt af vetrarstörfunum er að taka fé á hús, en svo er nefnt þegar fénu er smalað inn í fjárhús og byrjað að gefa því hey. Hingað til hafa kindurnar nefnilega … Meira Lög og regla

Erfiðu verkin

Það er sumt sem er erfiðara en annað í búskapnum, og þá er ég ekki að tala um líkamlegt erfiði, þó að þau verk séu vissulega miserfið líka. Það sem mér og fleiri bændum finnst erfiðasta starfið í búskapnum er eitt af haustverkunum, en það er að fara í gegnum allar kindur búsins og ákveða … Meira Erfiðu verkin

Góður ásetningur

Í sauðfjárrækt er það óhjákvæmilega svo að kindur, eins og önnur dýr, veikjast og eldast. Þess vegna þarf alltaf að endunýja ákveðinn hluta bústofnsins á hverju ári. Það eru semsagt valdar gimbrar í staðinn fyrir þær ær sem hverfa á braut, ásamt því að alltaf eru valdir nokkrir nýjir hrútar á hverju hausti í staðinn … Meira Góður ásetningur

Kjötmatið

Haustið er uppskerutími, tíminn sem bændur upplifa ávöxt erfiðis síns. Skiptir þá ekki máli hvort bændur rækta dilka eða grænmeti, haustið er tíminn. Þegar lömb fara í sláturhús er þeim skipað í ákveðna flokka með svokölluðu kjötmati. Kjötmatskerfið sem er unnið eftir hér á landi heitir svo EUROP-kerfi. Er skrokkum skipt niður í flokka, annars … Meira Kjötmatið

Smalabrjálæði

Það er nú eiginlega ekki hægt að vera með smalapistla viku eftir viku og minnast ekki einu orði á hið margfræga smalabrjálæði. Smalamennskur eru, eins og áður hefur verið minnst á, ýmiskonar. Sumir smala á hjólum, sumir á hestum og sumir á tveimur jafnfljótum. Meginstefið í þessum smalamennskum er hins vegar alltaf að koma kindunum … Meira Smalabrjálæði

Heimalandasmölun hin fyrri

Ekki er nú allt smalerí búið þó að göngur og réttir séu afstaðnar. Núna um helgina er nefnilega svokölluð heimalandasmölun, öðru nafni skyldusmalamennska. Þessar heimalandasmalamennskur eru tvær á hverju hausti, og þá eiga allir landeigendur að smala kindum í sínu landi. Á sunnudeginum er síðan skilarétt, en þá koma bændur með þær kindur sem voru … Meira Heimalandasmölun hin fyrri

Réttahelgin mikla

Vikan er heldur betur búin að vera viðburðarík og uppfull af verkefnum, enda var þetta gangna- og réttarvikan okkar. Þar sem gangnamennirnir okkar eru nokkra daga í göngum gista þeir á heiðinni frá mánudegi til fimmtudags. Fyrstu tvær næturnar gista allir saman í Fellaskála, sem er fremsti skáli á heiðinni. Á miðvikudegi, þegar allt er … Meira Réttahelgin mikla