Gangnaundirbúningur

Núna er september hafinn, höfuðdagur liðinn og göngur hefjast á mánudaginn næsta. Það er því óhætt að segja að haustið nálgist óðfluga og ekki seinna vænna að fara að undirbúa göngur. Göngurnar okkar fara fram á Víðidalstunguheiði, en hún er staðsett fyrir framan dalinn okkar góða. Það er líklega rétt að útskýra hér í leiðinni … Meira Gangnaundirbúningur

Hestöflin

Nú er heldur betur farið að styttast í göngur og réttir, fyrsta smalamennska haustsins átti sér reyndar stað um síðastliðna helgi og er því ekki úr vegi að nýta pistil vikunnar í að ræða um hestöfl. Það eru misjafnar aðferðir við að smala eftir landshlutum, eða öllu heldur eftir landslagi. Sumstaðar er smalað á hestum, … Meira Hestöflin

Girðingarmál

Góð girðing er grannabætir segir eitt máltækið sem við Íslendingar eigum. Það má til sanns vegar færa, enda eru girðingarmál talin það mikilvæg að um þau er til heill lagabálkur, sem heitir því hentuga nafni Girðingarlög. Í þessum lögum eru ýmsar upplýsingar, t.d. hvernig girðingar af ýmsum toga eiga að vera útbúnar, hvað á að … Meira Girðingarmál

Skýrsluhaldið

Stundum kemur það fyrir bændur að heilsufarið er ekki upp á marga fiska (eða skrokka). Undanfarna viku hefur hryggurinn á mér verið í verkfalli og hamlað mér frá því að gera nokkurn skapaðan hlut annan en að geðvonskast yfir ástandinu. Þegar þannig háttar er gott að grípa til verkefna sem krefjast ekki góðs líkamlegs atgervis, … Meira Skýrsluhaldið

Viðhaldið

  Þegar verið er að höndla með hluti ýmiskonar er afar nauðsynlegt að halda þeim vel við, og þá sérstaklega vélunum enda eru þær ýmsar dulítið dýrar og væri verra ef þyrfti að endurnýja þær einungis vegna vanrækslu. Áður en byrjað er að slá þarf að smyrja sláttuvélina að innan og utan svo að hnífarnir … Meira Viðhaldið

Sólarfrí

Þó að það sé ýmislegt sem þarf að gera á sumrin í sveitinni þá er nú nauðsynlegt að gleyma ekki að njóta í leiðinni. Undanfarna viku hefur veðrið verið afar gott, 20 stiga hiti og sól upp á hvern dag. Þegar þannig viðrar forðast bændur að vera við innivinnu, enda er það ekki svo oft … Meira Sólarfrí

Sumarbaðið

Ekki eru nú öll störf til sveita jafn skemmtileg og eitt er það verk sem ég held að flestir bændur séu sammála um að sé ekki ofarlega á vinsældalistanum, en það er fjárhúsþrifin. Stundum þarf hins vegar að gera fleira en gott þykir og á sumrin, þegar allt féð er farið út, þarf að þrífa … Meira Sumarbaðið

Hestburður

Ekki er nú heyskap alveg lokið þegar búið er að binda heyið, því þá er nefnilega eftir að flytja það heim að fjárhúsum svo það sé tilbúið til gjafa næsta vetur. Í gamla daga var heyið bundið saman og flutt heim í böggum sem hengdir voru einn á hvora hlið á hesti. Hvor baggi var … Meira Hestburður

Tækniöldin

Í síðustu viku fjallaði ég um heyskap, en hann á sér margar hliðar. Það er nefnilega ekki nóg að fylgjast með veðurspánni og grasvextinum til að geta heyjað heldur þarf dágóðan slurk af tækjum til starfans. Heyskapur hefur alltaf verið stundaður að einhverju leyti á Íslandi, eðlilega þar sem það hefur í gegnum tíðina verið … Meira Tækniöldin

„Ég er bóndi, allt mitt á undir sól og regni“

Þegar blessuð sauðkindin er farin í fríið er næsta mál á dagskrá að búa til fóður handa henni fyrir næsta vetur. Fóður kinda skiptist í annars vegar gróffóður og hins vegar kjarnfóður. Kjarnfóðrið er yfirleitt búið til úr orkumiklum jurtum s.s. byggi, hveiti og fleiru af sama meiði. Stundum er það heimaaflað og stundum ekki. … Meira „Ég er bóndi, allt mitt á undir sól og regni“